Seljaborg

Tunguseli 2, 109 Reykjavík
Sími: 557-6680, Netfang: seljaborg@rvkskolar.is
Leikskólastjóri: Olga Guðrún Stefánsdóttir


Kynningarmyndband


Saga Seljaborgar

Leikskólinn Seljaborg var tekinn í notkun 15. júní 1977 og er hann elsti leikskólinn í Seljahverfi. Í upphafi var hann þriggja deilda leikskóli með aldursskiptum deildum.


Árið 1991 var síðan byggt við leikskólann 12 fermetra herbergi sem ætlað var sem kaffistofa starfsfólks og þá var ein deildin tekin undir sal sem hinir kjarnarnir tveir höfðu þá aðgang að.


Árið 2001 urðu breytingar á starfsemi Seljaborgar þegar farið var að vinna eftir gildum Hjallastefnunnar. Sú breyting gekk afar vel fyrir sig og hefur Seljaborg unnið farsællega eftir þeim gildum.
Í dag er Seljaborg þriggja deilda leikskóli sem hefur það að leiðarljósi að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Einnig að virða valfrelsi og ólíkan áhuga barna og hlúa á víðfeðman hátt að velgengni allra.