Læsisstefna Seljaborgar

Drög

Læsisstefnan „Lesið í leik“ var innleidd árið 2013 og eftir henni er unnið ástamt Aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011. Í áætlun okkar um læsi er barnið í brennidepli og unnið er út frá stöðu þess, reynslu og áhugasviði. Markvisst er unnið að því að vekja áhuga barna á máli og litið er á tungumálið sem skapandi efnivið.

Læsisnám í Seljaborg:

Leiðir til að æfa læsisnám:

Lestur barnabóka

Að lesa bækur, ljóð og þulur. Sögugrunnur, myndsögur. Bækurnar með boðskap. Auka orðaforða og málskilning.

Bók vikunnar og orð vikunnar

Unnið með eina bók í 1-2 vikur. Orð úr þeim tekin fyrir og notað sem orð vikunnar og tengja það lotunum sex.

Lestrartré; Börnin koma með bók að heiman á þeirra tungumáli sem er lesin/skoðuð fyrir barnahópinn

Börnin gefa bókinni umgsögn sem skráð er á laufblað og fest á lestratréð. Lestratré verður gert sýnilegt fyrir börnin ásamt umsögum.

Tónlistakennsla

Söngtextar og kvæði

Læra þulur, kvæði og söngtexta. Börnin syngja keðjusöng, kveðast á, læra þulur, klappa í hrynjanda, æfa sig að búa til og framleiða hljóð. Semja ljóð og lög.

Merking orða: Bók- og tölustafir

Gera bók- og tölustafi sýnilega.

Ritmálið er sýnilegt

Merkja kennslugögn, ílát og annan efnivið fyrir börn. Ritað mál gert sýnilegt og athygli barnanna vakin á því að texti er tákn fyrir talað mál.

Fræðslubækur og tímarit

Skoða og lesa vísindatímarit, fræðslubækur sem huga sérstaklega að jöfnuði kynjanna og margbreytileika þeirra.

Setja orð á athafnir og hluti. Spyrja opinna og krefjandi H-spurninga

Deila skoðunum og hugmyndum. Ræða um hvað við ætlum að gera og hvernig við gerum það. Nota H spurningar; hvað, hvenær, hvernig og hvers vegna.

Vinnubókin mín

Vinnubók þar sem börnin skrifa, teikna og æfa sig í margvíslegum þrautum og fínhreyfingum. Upplýsingar um fjölskyldu sem eykur orðaforða barna og sögugerð.

Málörvunar hópar

Málörvunar hópar þar sem hvert barn fær viðfangsefni við hæfi. Unnið sérstaklega með börn af erlendum uppruna.

Hlustun

Greina hljóð í orðum, endursegja orð, hvísl leikur, standa upp og tjá sig, hlusta á þögnina og greina hljóð.

Ég sjálfur/ fjölskyldan mín

Læra eigin afmælisdaga, nöfn á fjölskyldumeðlimum, heimilisföng, aldur, símanúmer hjá fjölskyldu meðlimum og 112. Skoða götukort, taka mynd af barni með heimilinu sínu.

Íslenska sem annað tungumál

Aðstoða barnið með því að leiða það í gegnum allar afhafnir daglegs lífs í leikskólanum. Kanna hvar barnið er statt í sínu tungumáli og gera áætlun um hvernig hægt sé að mæta barninu.

Þjóðfánar

Þjóðfánar barnanna hanga uppi í fataklefa. Það eykur forvitni barna og umræður þeirra um aðrar þjóðir.

Útikennsla, gönguferðir, vettfangsferðir.

Læra nöfn á fuglum og plöntum, greina og flokka hluti.

Kynnast nágrenni sínu og kennileitum/heitum.

Stuðla að góðum samskiptum og vináttu. Taka tillit til annarra.

Setja orð á tilfinningar og læra að lesa líkamstjáningu, umræðuhópar, vinapör.

Að hafa hlutverk og fá að taka þátt í daglegu starfi á leikskólanum; umsjónarmenn, veðurfræðingur,

Merkja sjálfan sig á nafnalista, umsjónarmenn í matartíma og fataklefa, veðurfræðingar fara með veðurspá dagsins-lesa veðrið, heiti yfir veðurfar og klæðnað dagsins.

Hópafundur 1x í viku.

Vikulegir fundir með hópstjóra og hóp. Börnin taka þátt í mati og ákvörðun, koma með hugmyndir að hópatíma og draga úr miða sem spanna grunnþætti menntunnar.

Dýr vikunnar

Læra um dýrin og velja dýr vikunnar. Hafa þau sýnileg fyrir börnunum.

Snemmtæk íhlutun

Nota könnunarlista og skimanir til þess að finna börnin sem þurfa sérstaka málörvun.