Seljaborg er hluti af viðamiklu forvarnarverkefni sem hefur það að markmiði að skapa bætt tækifæri og betri aðstæður til heilsueflingar fyrir íbúa í hverfinu.

Verkefnið er sérstök útfærsla fyrir Breiðholt á nýrri forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar. Einnig byggir verkefnið á samningi Reykjavíkurborgar og Embættis Landlæknis frá árinu 2013 um samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu í Reykjavík. Aðgerðaáætlun Heilsueflandi Breiðholts á að ná til fólks á öllum aldri; barna, unglinga, fullorðinna og aldraða.

Heilsueflandi Breiðholt