news

föstudagsfrett-gulikjarni

20 Okt 2017

Föstudagsfréttin Vikan 16-20.október

Góðan daginn kæru foreldrar

Við vorum að gera margt skemmtilegt í þessari viku. Við byrjuðum á mánudeginum að fara öll saman út að leika.

Eldrihópur fór í könnunarleikinn í leikstofu og fengum svo dýrabrúður og vorum að æfa okkur að segja sögur með þeim. Við fórum svo í leir og fengum að klippa leirinn með skærum mjög spennandi. Við fórum svo út að leika og vorum að hoppa í pollonum.

Krakkarnir í Miðhópi fóru út í göngutúr á annan rólóvöll og í leiðinni fundum við mörg laufblöð sem við týndum upp. Þau fóru svo blöndun með yngrihópi og við settum blöð uppá vegg og lituðum með litum og klessulitum og fengum að líma með límbandi á listaverkið okkar. Við fengum svo dýnur og mottur og vorum að hoppa og skoppa og dansa. Við vorum svo að mála haustmyndir og límdum laufblöðin á sem við fundum í göngutúrnum okkar á þriðjudaginn.

Yngrihópur var að byggja úr dúblókubbunum og leira allskonar fígurur í vinnustofu. Þau fóru svo blöndun með miðhópi við settu blöð uppá vegg og lituðum með litum og klessulitum og fengum að líma með límbandi á listaverkið okkar. Við fengum svo dýnur og mottur og vorum að hoppa og skoppa og dansa. Við fengum nýju kubbana okkar með eru tengikubbar og vorum að setja þá saman og æfa okkur í fínhreyfingum.

Við fórum svo öll í dag á græna kjarna á söngstund og fengum svo að horfa á litlu ljótu lirfuna.

DÝR vikunnar : Fiskur
BÓK vikunnar : Mimi fær sér að borða
TÁKN VIKUNNAR : bróðir og systir

við setjum myndir á heimasíðuna okkar https://my.karellen.is/ daglega (til að komast inná hana
er það notendanafn:kennitalan þín og lykilorð)

Góða helgi og við sjáumst í næstu viku

kveðja Marta, Grado, Kristín og Sirrý