news

föstudagsfrétt-gulikjarni

13 Okt 2017

Föstudagsfréttin Vikan 9-13. október

Góðan daginn kæru foreldrar

Við vorum að gera margt skemmtilegt í þessari viku. Eldrihópur fór út og voru að leita að könguló, vorum svo að leika með efnin í leikstofu og teiknuðum form og æfðum okkur að klippa formin út.

Börnin í Miðhópi voru að leira fígúrur, fóru út að leika og hjóla finnst þeim það mjög spennandi núna. Við fengum líka stafi og vorum að mynda orð,para saman stafina og myndir.

Yngrihópur var að leika sér með efnin í leikstofu og fóru svo að leira. Þau fóru svo út að hjóla,róla,moka og hlaupa um. Yngri hópur fór svo í blöndun með Miðhópi og við vorum að leika með púðana og dýnurnar í leikstofu hoppa og skoppa og búa til hús úr púðunum.

Í dag er bleikidagurinn og komu margir í bleiku. Við vorum að dansa svo komu blái og græni kjarni á okkar gula kjarna og vorum við að syngja saman á söngstund og svo fengum við að horfa á karíus & baktus J

Afmælisbarn í þessari viku var Birta Dís - tveggja ára.

DÝR vikunnar : Fiskur
BÓK vikunnar : Mimi fær sér að borða
TÁKN VIKUNNAR : bróðir og systir

Við setjum myndir á heimasíðuna okkar https://my.karellen.is/ daglega (til að komast inná hana
er það notendanafn:kennitalan þín og lykilorð)

Góða helgi og við sjáumst í næstu viku kveðja Marta, Grado, Kristín og Sirrý