Föstudagsfrétt 7.7.2017
07 Júl 2017
Góðan daginn kæru foreldrar :)
Í þessari viku vorum við:
Eldrihópur var mikið að fara út að leika og í göngutúr – vorum að finna blóm því við ætlum að búa til blómabók. Vorum líka að læra um form: hring, kassa, og þríhyrning.
Miðhópur var í könnunarleik, segulkubbum, mála með allskonar litum og var líka að fara mikið út að leika: hjóla, renna, róla, moka og sópa.
Yngrihópur var að leika sér mikið úti líka: róla, moka, renna og hjóla. Börn voru einnig í könnunarleik, fengu að púsla og leika með efni .
Í dag vorum við öll í söngstund á okkar kjarna:)
Á mánudegi vorum við að kveðja hann Adam Helga, sem fór í sumarfri og mun byrja á nyja leiksóla í águst.
Við setjum myndir á heimasíðuna okkar daglega (til að komast inná hana er það notendanafn:kennitalan þín og lykilorð:sem þið fenguð hjá okkur)
Góða helgi og við sjáumst í síðustu viku fyrir sumarfríi :)
kveðja Marta, Grado, Kristín og Sirrý :)