news

Föstudagsfrétt 30.06

30 Jún 2017

Föstudagsfréttin Vikan 26-30. júní

Góðan daginn kæru foreldrar :)

Í þessari viku vorum við:

Eldrihópur var mikið að fara út að leika. Krakkarnir voru líka í könnunarleik, frjálsum leik með klúta - bjuggu til hús og fóru í drauga leik. Hópurinn var einnig að fara með pappír og kassa í endurvinnslu.

Miðhópur var líka að fara mikið út að leika: hjóla, renna, róla, moka og sópa. Börn voru einnig að mála og fara í samstæðuspil og könnunarleik.

Yngrihópur var í könnunarleik með fullt af nýju dóti. Krakkarnir fengu einig að púsla og telja hluti. Börnin voru að leika sér mikið úti líka: róla, moka, renna og hjóla.

Í dag fórum við öll í söngstund á bláa kjarna

Við setjum myndir á heimasíðuna okkar https://my.karellen.is/ daglega (til að komast inná hana er það notendanafn:kennitalan þín og lykilorð:sem þið fenguð hjá okkur)

Góða helgi og við sjáumst í júlí ;)

kveðja Marta, Grado, Kristín og Sirrý :)