news

Föstudagsfrétt 26.5.2017

26 Maí 2017

Góðan daginn kæru foreldrar :)

Í þessari viku vorum við:

Eldrihópur var mikið í sjálfstæðaþjálfun – allir eru duglegir að klæða sig í og úr útifötJ Börn voru leika sér oft úti með húllahring, að moka, hjóla, róla og hlaupa. Krakkar voru líka að æfa segja sögu og leika með brúður í teppaleikhúsinu okkar í leikstofu.

Miðhópur finnst mjög gaman að sulla í sullkarinu með sápu og málningu. Börnin voru líka að fara mikið út að leika í góða vedrinu: hjóla, renna, hlaupa og moka.

Yngrihópur var að byggja hús í leikstofu, sulla í sullkarinu með rauða málningu og sulldóti. Krakkarnir voru að leika sér mikið úti líka: róla, moka, leika með hjólbörur og hjóla.

Í dag héldum við söngstund á okkar kjarna, svo fórum út að leika.

Við viljum bara að láta ykkur vita að á starfsdeginum var mikið rætt um nýja menntastefnu, sem Reykjavikuborg er að taka inn. Þið getið líka haft áhrif á hana. Hér fer fram opið samráð um áherslur í nýrri menntastefnu fram til ársins 2030 https://www.betrireykjavik.is/community/663

Á mánudegi 15. maí voru börnin mjög dugleg að hlusta á flaututónleika eftir börn frá tónlistaskóla, sem voru í heimsókn hjá okkur.

Afmælisbarn 20. maí var Alexander Logi, 3 ára :)

Við viljum minna ykkur á að við setjum myndir á heimasíðuna okkar https://my.karellen.is/ daglega (til að komast inná hana er það notendanafn:kennitalan þín og lykilorð:sem þið fenguð hjá okkur)

Góða helgi :)

kveðja Marta, Grado, Kristín og Sirrý