news

Föstudagsfrétt 12. maí

12 Maí 2017

Góðan daginn kæru foreldrar :)

Svona vorum við að vinna í þessari viku:

Eldrihópur byrjaði vikuna með tiltekt úti - fór út að moka sand og setja hann aftur í sandkassann Börnin voru einnig að læra að blanda rauða og hvita málingu og búa til bleika málningu máluðu svo listaverk - notuðu könglana og pensla. Krakkarnir voru eining í könnunarleik og skógakubba leik í leikstofu og í leik með húllahring úti.

Miðhópur var að sulla með allskonar dót og dýr, blönduðu eining sápu og málingu í vatnið. Börnin voru líka að mála leikskólann (með vatni og penslum), teiknuðu fjölskyldumynd og voru að æfa tölustafi með Numicon og leir .

Yngrihópur var í könnunar og búningaleik, kubba og í frjálsum leik. Börn voru að leika sér úti líka: róla, moka, leika með hjólbörur og hjóla.

Í dag héldum við söngstund á bláakjarna, svo fengum við að dansa.

Við viljum minna ykkur á að við setjum myndir á heimasíðuna okkar https://my.karellen.is/ daglega (til að komast inná hana er það notendanafn:kennitalan þín og lykilorð:sem þið fenguð hjá okkur)

Afmælisbarn vikunar: Gabriel Máni 3 ára :)

Góða helgi!

Kennarar á Gulla kjarna