Öskudagur

27 Feb 2019

Öskudagurinn er n.k. miðvikudag 6. mars og ætlum við að halda uppá daginn með því að börn og kennarar koma í náttfötum í leikskólann. Boðið verður uppá andlitsmálningu fyrir þá sem það vilja og verður kötturinn sleginn úr tunnunni á Bláakjarna kl. 9:30. Það verður spennandi að sjá hvað leynist í tunnunni. Erling kokkur ætlar að vera með pizzuveislu í hádeginu í tilefni dagsins.

Kærleikskveðja kennarar.