Heiðmerkurferð/aðventukaffi

26 Nóv 2018

Kæru foreldrar.

Föstudaginn 7. desember ætlum við að fara í okkar árlegu Heiðmerkurferð og velja okkur fallegasta jólatréð í skóginum. Eftir það förum við til baka í leikskólann og verðum með aðventukaffi í tilefni aðventunnar, boðið verður uppá heitt kakó, köku og piparkökur.

Lagt verður af stað í Heiðmerkurferðina kl. 12:30 og komum við til baka um kl. 14:00, eftir það tekur aðventukaffið við sem stendur til kl. 15:30.

Í fataklefunum er auglýsing ásamt þátttökulista og viljum við vinsamlega biðja ykkur um að ská ykkur á hann í síðasta lagi þriðjudaginn 4. des.

Með von um góða þátttöku.

Kærleikskveðja kennarar.