Dagur gegn einelti

05 Nóv 2018

Fimmtudaginn 8. nóvember n.k. er Dagur gegn einelti. Við tökum að sjálfsögðu virkan þátt í þeim degi og komum til með að leggja enn ríkari áherslu á kærleika og vináttu í okkar samskiptum. Í hópatíma og samveru ætlum við að lesa bækur og syngja lög sem tengjast vináttu og ræða um mikilvægi þess að skilja engan útundan.

Kærleiksveðja kennarar.