Fatnaður

Fyrirkomulag á fatahólfum.

  • Í fataklefunum viljum við hafa snyrtilegt og agað umhverfi og vinna það í góðri samvinnu við foreldra.
  • Það er kassi undir aukafatnað barnanna og er hann það er hann upp á hillum eða í efra hólfinu.
  • Í þessa kassa fara aukaföt og framan á kassanum er miði með því hvað á nákvæmlega að vera í kassanum og merkt verður við ef eitthvað vantar í kassann.
  • Fatnaður t.d. pollagalli, kuldagalli og úlpa er hengt beint upp í hólfið á mánudögum og tekið heim á föstudögum.
  • Aukafatnaðinn er komið með og hann settur í kassann er kassann þarf ekki að tæma á föstudögum. En ef barn notar aukaföt yfir daginn er merkt við hvað ver tekið úr kassanum.

Það sem á að vera í kassanum:

Nærbuxur

2 sokkar

Nærbolur

Stuttermabolur

Sokkabuxur

Buxur

Peysa

Hlý peysa

Vettlingar

Hlýir sokkar


Útifatnaður sem á að vera í leikskólanum eftir veðrum og vindum:

Þau börn sem nota bleiur koma með þær að heiman.

MERKTUR FATNAÐUR SKILAR SÉR BEST !

Á Seljaborg eru börnin í skólafötum.

Skólaföt: flíspeysa, langermabolur, stuttermabolur, buxur.

Seljaborg var þriðji leikskólinn á Íslandi til að innleiða skólafatnað árið 2004.

Helstu ávinningar skólafatanna teljum við vera:

1.Skólafötin jafna aðstöðumun nemenda og minnka þannig m.a. samkeppni.

2.Skólafötin eru þægileg og styðja nemendur til sjálfshjálpar og gefa þeim þannig fleiri tækifæri til að upplifa sigra.

3.Í skólafötunum nýtur einstaklingurinn sín betur án „umbúða." Það er persóna og andlit sem einkennir barnið en ekki fatnaðurinn.

4.Skólafötin efla skólaandann m.a. með því að skapa liðsheild.

5.Skólafötin spara mörgum foreldrum og börnum þeirra ágreining t.d. á morgnana um hverju skuli klæðast.

6.Skólafötin einfalda fatakaup og spara slit á öðrum fatnaði.